Ellen Inga Hannesdóttir

Kennir: Svarthvít filmuframköllun og stækkun 1 og 2. Síðan Ellen lauk námi við Ljósmyndaskólann hefur hún fengist við ljósmyndun á margvíslegan hátt. Hún notar myndavélina sem skrásetningartæki og fangar fólk og augnablik. Auk þess að starfa sjálfstætt sem ljósmyndari hefur Ellen líka fengist við vöruhönnun og verið önnur tveggja leiðbeinenda á grunnnámskeiðum í ljósmyndun sem  Ljósmyndaskólinn hefur boðið upp á.

Eirún Sigurðardóttir

1996 Myndlista og handíðaskólinn 1996-1998 Arts Academy in Berlin Kennir: Vinnustofur Eirun hefur verið starfandi listamaður frá árinu 1996 bæði sem einstaklingur og með Gjörningaklúbbnum. Hún hefur einnig ritað bókina Skapandi ferli og fengist við kennslu.

Einar Falur Ingólfsson

MFA School of Visual Arts New York.BA Bókmenntafræði Háskóli Íslands.Kennir: Ljósmyndasögu, Að rýna og ræða, Myndatökur, mynduppbyggingu og formfræði og Vinnustofur. Einar Falur Ingólfsson er ljósmyndari frá School of Visual Arts í New York en hefur auk þess BA-gráðu í bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Einar hefur lengi unnið sem blaðamaður á Morgunblaðinu en einnig sinnt […]

Brynja Sveinsdóttir

BA listfræði og heimspeki, HÍ MA, hagnýt menningarmiðlun, HÍ MA sýningarstjórnun, Stockholms Universtitet Kennir: Aðferðir við listsköpun Brynja Sveinsdóttir er sýningarstjóri sem starfar sem verkefnastjóri safneignar og miðlunar í Gerðarsafni. Brynja lauk B.A. námi í listfræði og heimspeki við Háskóla Íslands 2010 og M.A. námi í hagnýtri menningarmiðlun við sama skóla 2011. Hún stundaði M.A. nám […]

Ástríður Magnúsdóttir

BA í listasögu og listfræði frá Háskóla Íslands BA í myndlist frá Listaháskóla Íslands Kennir: Að lifa af í listheiminum og Ritun texta og meðferð heimilda. Ástríður Magnúsdóttir (f. 1972) útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og BA gráðu í listasögu og listfræði frá Háskóla Íslands árið 2013. Síðustu ár […]

Arnar Freyr Guðmundsson

Kennir: Vinnustofur. Ljósmyndabókin Arnar lauk B.A. námi í grafískri hönnun við Listaháskóla Íslands árið 2011. Frá árinu 2014 hefur hann rekið hönnunarstofuna Studio Studio ásamt Birnu Geirfinnsdóttur. Helstu verkefni Studio Studio eru á sviði bókahönnunar, týpógrafíu, heildarútlita og ritstjórnar. Meðal helstu verka Studio Studio má nefna: Ragna Róbertsdóttir Works 1984–2017 (bókarhönnun), Útisýningar á Skólavörðuholti 1967–1972 (bókarhönnun), […]

Marinó Flóvent

Kennir: Að lesa í og skapa ljós, Myndavélin, ljósop og hraði og Stafræn myndvinnsla og umsýsla gagna 3. hluti. Marinó er einnig umsjónarmaður tækjaleigu og stúdíóa. Marínó hefur starfað við ljósmyndun síðan hann útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum og fengist við fjölbreytt verkefni.