Við lok náms á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 taka nemendur áfanga sem nefnist Lokaverkefni. Þar er markmiðið að samþætta alla námsþætti námsbrautarinnar og að gefa nemendum tækifæri til þess að fara í gegnum ferlið frá hugmynd til fullbúins verks með eina af hugmyndum sínum.
Nemendur velja eitt af skilaverkefnum námsársins og fá aðstoð við að útfæra það til sýningar á Uppskeruhátíð. Það var Sonja Margrét Ólafsdóttir sem vann með nemendum í áfanganum.
Melkorka Gunnarsdóttir er ein þeirra nemenda sem nú útskrifast af Námsbraut í skapandi ljósmyndun. Lokaverkefni hans er bókverk og heitir Appelsínurautt flæði – 64.1505° N, 21.9330°W.
Melkorka segir um verkið.
Myndaþrennan er hluti af verkefni sem upphaflega var unnin í áfanganum Að lesa í og skapa ljós, þar sem nemendur áttu að mynda innanhús rými. Það sem heillaði mig við þetta rými var hvernig form, skuggar og litir skapa samfellda sjónræna upplifun, sannkallað upplifunarrými.
Ávöl form og flæðandi línur skapa tilfinningu fyrir hreyfingu og mýkt.Samspil ljóss og skugga dýpkar rýmið og nær að kalla fram hreyfanleika á kyrrum fleti.Rauðguli liturinn er kraftmikill og glaðvær en í senn svo mjúkur og hlýr sem skapar jafnvægi milli orku og rósemdar.
Sannkallað appelsínurautt flæði.


