Hlutverk bókasafns Ljósmyndaskólans er að veita innblástur efla sköpunarkraft og víkka sjóndeildarhring og fjölbreyttur safnkostur spilar mikilvægan þátt í náminu á báðum námsbrautum.
Á bókasafni skólans er til mikið úrval af bókum um ljósmyndun, einstaka ljósmyndara, listasögu og listir og hugmyndasögu almennt og en einnig mikið af af bókum um tækni, og hverskonar aðferðir við listsköpun.
Við fögnum því þó alltaf þegar nýjir titlar bætast við í bókasafnið og kynnum hér nýútkomna bók sem nýlega bættist í safnkostinn.

Á dögunum kom út ljósmyndabók Ívars Brynjólfssonar – The Environmental Portraits / The Revisits
Árin 1985 – 1986 tók Ívar myndir af fólki, umhverfisportrett og í lok þess tímbils, vorið 1986, taldi hann verkefninu lokið.
Árið 2010 varð þó sú hugmynd áleitin að skoða hvar þetta fólk væri statt í dag og að endurtaka leikinn. Ívar ferðaðist víða vegna verkefnisins á árunum 2011 – 2013.
Niðurstöðuna má sjá í þessari bók,The Environmental Portraits / The Revisits.
Ívar skrifar einnig formála þar sem hann rammar verkefnið inn á persónulegan máta.
/sr.