Listamaður vikunnar hefur part af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmsiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.
Listamaður vikunnar að þessu sinni er Guðný Maren Valsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.
Hún segir þetta um verkið sem hún sýnir á veggnum þessa vikuna sem listamaður vikunnar.
Óráð
Verkið er sprottið úr áfanganum Aðferðir við listsköpun undir handleiðslu Orra Jónssonar. Óráð er heilkenni sem einkennist af truflun á athygli og verkið er unnið með því að setja engar reglur, ekki ákveða neitt fyrirfram, heldur fara út að taka ljósmyndir; að vera opin fyrir tilviljunum, slysum og handahófskenndu dóti.
/sr.