Viktor Steinar Þorvaldsson – Helgireitur

Viktor Steinar Þorvaldsson er einn 8 nemenda sem útskrifast úr diplómanámi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum í byrjun árs 2022. Útskriftarverkefni nemendanna eru sýnd í Ljósmyndasafni Reykjavíkur og stendur sýningin til 9. janúar.

Helgireitur

Verkið Helgireitur er innsetning sem samanstendur af ljósmyndum Viktors Steinars og ýmsum hlutum sem hafa með mismunandi hætti tilvísanir í persónulegt líf hans á ýmsum tímaskeiðum. Viktor setur þessa ólíku hluti fram á nokkurs konar altari og leitast með því að öðlast dýpri skilning á eigin sjálfi og tilvist í fortíð og nútíð en um leið að horfast í augu við sjálfan sig, ólíkar hliðar eigin persónu og að taka  þær í sátt.

Áhorfandanum er treyst til að setja allt það sem birtist á altari Viktors í samhengi, að finna  þráð, að búa til eigin útgáfu af sögunni og mögulega að finna  einhverja samsvörun við eigin líf og reynslu. Áhorfandinn verður með þeim hætti þátttakandi í sköpun verksins og merkingu þess.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur