Hvað viltu vita um listnám?

 Samtök sjálfstæðra listaskóla halda sameininglega  kynningardaga 21.-25. febrúar næstkomandi, boðið verður upp á  opin hús  í skólunum og  beinar útsendingar frá skólunum.
 
Klassíski listdansskólinn verður með opið hús fimmtudaginn 24. febrúar kl. 10.00-21.00.
 
Kvikmyndaskóli Íslands verður með opið hús fimmtudaginn 24. febrúar kl. 13.00-16.00.
 
Ljósmyndaskólinn verður með beina útsendingu fimmtudaginn 24. febrúar kl. 14.00-15.00
og föstudaginn 25. febrúar kl. 11.00-12.00.
 
Myndlistaskólinn í Reykjavík verður með opið hús dagana 21.-25. febrúar kl. 10.00-14.00.
 
Sjá má ítarlegri dagskrá á heimasíðum þessara skóla. Einnig er bent á heimasíðu samtakanna.
 
Upplagt er fyrir þá sem vilja kynna sér hverskonar listnám er í boði í þessum skólum að taka þátt með einhverjum hætti, koma í heimsókn eða að fyljgast með beinni útsendingu.
 
Í beinum útsendingum Ljósmyndaskólans mun starfsfólk skólans, nemendur og útskrifaðir nemendur segja frá náminu, sýna dæmi af verkefnum sem unnin eru í náminu og segja frá því hvað tekur við að námi loknu.
 
Á meðan á beinni útsendingu stendur er opið  fyrir spurningar frá áheyrendum/áhorfendurm og um að gera að nota tækifærið og fræðast um diplómanám í skapandi ljósmyndun. 
 
Einnig er auðvitað alltaf hægt að skrifa okkur póst með fyrirspurnum eða að hringja í okkur, sími 5620623.
 
Bein útsending fimmtudaginn þann 24. feb kl. 14.00 – 15.00
 
Bein útsending föstudaginn þann 25. febrúar kl. 11.00 – 12.00
 
 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur