Listamaður vikunnar – Maren Valsdóttir – Frændi minn

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Listamaður þessarar viku er Guðný Maren Valsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Hún sýnir verk sem hún vann í vinnustofunni Að vinna með safn en þar var það myndlistarmaðurinn Unnar Örn Auðarson sem vann með nemendum. Markmið áfangans var að vinna  með safn mynda sem þegar var til orðið með einhverjum hætti. 

Maren segir: Frændi minn er portrettsería sem var unnin úr sextíu ára gömlum filmum frá fjölskyldunni minni. 

Við vinnslu á myndunum skannaði ég filmurnar inn og prentaði út myndirnar, speglaði myndirnar í myndvinnsluforriti, prufaði að mála á þær og að nota  glimmer. Svo tók ég aftur myndir af þeim og stækkaði upp á bómullarpappír og saumaði í þær.

Instagram: @marenvals

 
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur