Tinna Magg – Heima er best

Síðasti áfangi námsins á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 kallast Lokaverkefni. Þar velja nemendur eitt af þeim verkefnum sem þau hafa unnið í áföngum vetrar og fá aðstoð kennara við að þróa það áfram allt til framsetningar á sýningu.

Það var  Claudia Hausfeld sem leiddi nemendur í vinnunni í áfanganum Lokaverkefni. 

Verkið sem hver nemandi kýs að taka áfram og  vinna  að á þessu tímabili sem áfanginn stendur er svo hluti af sýningu allra nemenda á Uppskeruhátíð skólans sem  undanfarin ár hefur verið haldin við lok skólaársins.

Að þessu sinni var Uppskeruhátíð Ljósmyndaskólans þann 14. og 15. maí sl.

Tinna Magg, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun sýndi verkið Heima er best á Uppskeruhátíðinni.

Hún segir þetta um verkið:

Oft ríkir fjörug stemmning á stórum heimilum og þar er mitt heimili enginn undantekning. Í verkinu tekst ég á við að sýna fjölskyldu mína í mjög ýktri mynd, engu að síður skín karakter hvers og eins í gegn. 

Verkið var upphaflega unnið í áfanganum Persónuleg heimildarljósmynd undir handleiðslu Einars Fals Ingólfssonar.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur