Nemendur heimsækja hátíðina Paris Photo

Á hverju ári fara nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 á hátíðina Paris Photo sem er gríðarlega stór ljósmyndahátíð sem haldin er í París yfirleitt í nóvember. Á hátíðinni eru gerð skil öllu því sem efst er á baugi í samtímaljósmyndun en einnig er fortíðinni gerð skil og verk eldri meistara kynnt.

Á hátíðinni kynnast nemendur víðfeðmum möguleikum listljósmyndunar og sprengja út hugmyndir sínar um ljósmyndun og möguleika miðilsins.

Við heimkomu er haldin bókakynning fyrir nemendur og starfsfólk skólans og kynna þá Parísarfarar það sem þau drógu með sér heim úr ferðinni s.s. blöð, tímarit og bækur um ljósmyndun, ljósmyndara og annað því tengt.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur