Nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 luku á dögunum áfanganum Aðferðir við listsköpun.
Í þeim áfanga kynnast nemendur mismunandi aðferðum við listsköpun og er áfanginn í þremur hlutum. Í loka hluta hans var áhersla á að vinna eftir fyrirfram settum vinnureglum eða manifestói og markiðið að nemendur létu reyna á notkun skapandi hafta við verkefnavinnu. Hver nemandi fylgdi þeim skorðum varðandi viðfangsefni, tækni og aðferðir við úrlausn verkefnisins sem hann setti sér áður en vinnan hófst. Nemendur unnu þessum hluta áfangans undir handleiðslu Jónu Hlífar Halldórsdóttur. Hér má sjá myndir af nokkrum skilaverkefnunum. Myndir tók Ásta Guðrún, einn nemenda á námsbrautinni við yfirferð í síðastu kennslustund áfangans.