Þau eru útskrifuð!

Þann 6. janúar  sl. útskrifuðust 9 nemendur frá Ljósmyndaskólanum með diplómu í skapandi ljósmyndun.

Þau sem útskrifðustu að þessu sinni voru:  Dagný Skúladóttir, Einar Óskar Sigurðsson, Guðný Maren Valsdóttir, Guðrún Sif Ólafsdóttir, Kristín Ásta Kristinsdóttir, Lovísa Fanney Árnadóttir, Sandra Björk Bjarnadóttir, Steinar Gíslason og Sóley Þorvaldsdóttir. Luku þau þar með námi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 og höfðu þá  í allt lokið 150 eininga námi í skapandi ljósmyndun við skólann.

Athöfnin fór fram í sýningarsal í Ljósmyndasafni Reykjavíkur – Grófarhúsi, að viðstöddum fjölskyldu og vandamönnum útskriftarnemenda, kennurum og starfsfólki skólans en undanfarin ár hefur Ljósmyndaskólinn verið í  góðu samstarfi við Ljósmyndasafn Reykjavíkur. Það felur í sér að sýning á útskriftarverkum nemenda er sett upp í sýningarsal Ljósmyndasafns í Grófarhúsi.

Eins og gefur að skilja ríkti  gleði og kátína í bænum af þessu tilefni og við óskum hinum nýútskrifuðu ljósmyndurum innilega til hamingju, þökkum þeim samfylgdina síðustu misserin og biðjum þeim  velfarnarðar í framtíðinni.

Útskriftarhópurinn að lokinni athöfn þann 6. janúar 2023.

Frá vinstri: Guðný Maren, Einar Óskar, Sandra Björk, Lovísa Fanney, Steinar,

Guðrún Sif, Kristín Ásta og Sóley. Á myndina vantar Dagnýju Skúladóttur.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur