Undanfarnar vikur hafa nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 unnið með Jónu Hlíf Halldórsdóttur í vinnustofunni Gagnrýnin list.
Markmið áfangans var að skoða hvernig listsköpun er notuð til þess að gagnrýna eða hafa áhrif, hvernig unnt er að beita greinandi og gagnrýnni hugsun í listum. Nemendur kynntust listamönnum sem nota listsköpun með einhverjum hætti sem hreyfiafl í gagnrýnni umræðu og unnu á tímabilinu sem áfanginn stóð eigið ljósmyndaverk.
Umfjöllunarefni nemenda voru ólík en þeir vöktu t.d. athygli á matarsóun og ýmiskonar annarri sóun velmegunarþjóðfélags samtímans, líkamsímynd og börnum sem neytendum í gegnum val á leikföngum svo nokkuð sé nefnt.
Að vanda voru útfærslur ýmiskonar; verk á vegg, bókverk og innsetningar
Myndir með færslu tók Jóna Hlíf Halldórsdóttir við yfirferð á skilaverkefnum.