Listamaður vikunnar – María Björt Ármannsdóttir -Brotið kerfi.

Listamaður vikunnar hefur hluta af vegg í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að nota tækifærið og gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum.

Að þessu sinni er listamaður vikunnar María Björt Ármannsdóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2. Hún sýnir verkið Brotið kerfi. Það var unnið í vinnustofunni „Gagnrýnin list“ undir handleiðslu Jónu Hlífar Halldórsdóttur.

 

María Björt segir þetta um verkið Brotið kerfi.

Geðheilbrigðistkerfið á Íslandi er alvarlega brotið og notendum kerfisins ekki bent á öll þau úrræði sem eru í boði. Erfitt getur verið að komast að í flest þessara úrræða, hafi einstaklinguinn yfir höfuð styrk til þess að sækjast eftir aðstoð. Upplifun einstaklinga að glíma við andleg veiknindi í íslensku geðheilbrygðiskerfi er sú að þau séu ekki nógu veik, ekki velkomin og á endanum sé þeim skóflað út úr kerfinu svo hægt sé að taka á móti næstu manneskju, sem fær síðan sömu meðhöndlun. Áttavilt og ráðalaus falla þau aftur í sama farið og svo annað hvort endurtekur þetta sig eða líf þeirra endar á meiri endanlegum endapunkti.

Brotið kerfi er lífshættulegt.

 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur