SLFM4SM06 Stafræn myndvinnsla, flokkun og umsýsla gagna, 1. hluti

Markmið áfangans er að nemendur fái innsýn í stafræna ljósmyndun og stafrænar myndavélar. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist helstu stillingum, hugtökum og eiginleikum stafræna umhverfisins og tileinki sér ákveðið vinnuferli. Einnig að þeir hljóti þjálfun í helstu grundvallarþáttum í umsýslu stafrænna gagna; flokkun þeirra og geymslu. Enn fremur eru kynnt grundvallaratriði litstýringar almennrar myndvinnslu og prentunar en seinni hluta annar fá nemendur kennslu í undirbúningi myndefnis til prentunar og læra notkun bleksprautuprentara. Farið er í mismunandi pappírsgerðir, val á pappír og önnur hagnýt atriði og vinnubrögð er varða prentun. Nemendur fá tilsögn í grundvallaratriðum filmuskönnunar.

Í lok áfangans eiga nemendur að kunna á grunnstillingar stafrænna myndavéla og grundvallaratriði í myndatökum með slíkum vélum. Þeir eiga að hafa tileinkað sér aðferðir til að halda utan um stafrænt myndasafn sitt með skipulögðum hætti, að hafa kynnst helstu grunnþáttum í litstýringu og myndvinnslu stafrænna ljósmynda. Þeir eiga að kunna verkferli við stafræna útprentun; geta undirbúið myndefni til prentunar, prentað út og skannað filmur.

Fyrirlestrar, sýnikennsla og vinna undir handleiðslu: 80 stundir.

Eigin verkefnavinna: 64 stundir.

Námsmat: Verkefni og próf.

Skyldulesefni:

  • Evans, John & Straub, KatrinAdobe Photoshop Lightroom Classic CC; Classroom in að Book. Adobe Press.

Ráðlagt lesefni:

  • Snider, LesaLightroom CC and Photoshop CC for Photographers; Classroom in a book. Adobe Press.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur