Markmið áfangans er að kynna nemendur fyrir grundvallarþáttum sem snúa að því að vinna með hugmynd og það að þroska hana og næra. Nemendum eru kynntar aðferðir við vinnu með hugmyndir og skipulag slíkrar vinnu, Þeir fá þjálfun í að beita ólíkum aðferðum við að halda utan um hugmyndir sínar og þróa þær en einnig að ræða um hugmyndir og að kynna þær fyrir öðrum.
Áhersla er lögð á að nemendur rannsaki einnig það hvernig hægt er að sækja innblástur til listsköpunar og skoði persónulega nálgun á það viðfangsefni.
Í lok áfangans eiga nemendur að hafa áttað sig á gildi markvissrar vinnu við að þróa hugmyndir, þekkja leiðir til að þorska þær og kunna skil á mismunandi aðferðum við hugmyndavinnu.
Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu,einkatímar: 33 stundir.
Eigin verkefnavinna: 15 stundir.
Námsmat: Vinnubók, verkefni og virkni í tímum.
Ráðlagt lesefni:
- Simmons Mike: Making Photographs, Planning, Developing and Creating Orginal Photography, Bloomsbury Publishing.
- Jaeger, Anne-Celine: Image Makers, Image Takers.Thames&Hudson.
- Bussard A.Katherine: Sothestory goes, Yale University Press.
- Steingrímur Eyfjörð: Handbók í hugmyndavinnu. Háskólaprent.