Markmið áfangans er að samþætta alla námsþætti námsbrautarinnar og að gefa nemendum tækifæri til þess að fara í gegnum ferlið frá hugmynd til fullbúins verks með að minnsta kosti eina af hugmyndum sínum. Nemendur vinna undir handleiðslu umsjónarkennara að verkefninu og fær hver nemandi námsefni eftir eðli og áherslum hvers verkefnis.
Markmið áfangans er að nemendur hafi rannsakað ferlið „frá hugmynd að verki“ og tekið þátt í Uppskeruhátíð skólans með eigin verk.
Fyrirlestrar, vinna undir handleiðslu, hóptímar, einkatímar: 28 stundir.
Eigin verkefnavinna: 20 stundir.
Námsmat: Verk á sýningu á Uppskeruhátíð skólans að vori. Umsögn og einkunn.