Nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 luku á dögunum vinnustofunni Skapandi ferli. Vinnustofur eru yfirheiti áfanga þar sem nemendur vinna í afmarkaðan tíma með gestakennurum sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn. Í vinnustofum eru tekin fyrir verkefni sem tengjast listsköpun, s.s. hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni. Markmiðið er að opna nemendum sýn á það hvernig nota má ljósmyndun á mismunandi hátt í listrænum tilgangi og að veita þjálfun í skapandi starfi með miðilinn, að ýta undir sköpunarkraft og að leitast við að opna nemendum leiðir í persónulegri tjáningu.
Það var það Eirún Sigurðardóttir sem leiddi nemendur í vinnunni sem fram fór í áfanganum.
Elva Rut Þrastardóttir, Iris Hadda Jóhannsdóttir og Vala Agnes Oddsdóttir unnu verkefni sem þær nefndu; Fjórar sögur, fjögur frumefni/4 stories, 4 elements. Í verkinu kanna þær efnisleika bóka og umbreytingu þeirra með tilliti til frumefnanna fjögurra./The work explores the materiality of books and its transformation through the exposure to the four elements.
Hér má sjá nokkrar myndir frá Völu og Irisi þar sem þær skrásettu vinnuferlið og lokaniðurstöðu.
/sr.