Sýning á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans opnar þann 15. des. kl 15.00

Sýning á útskriftarverkum nemenda Ljósmyndaskólans opnar þann föstudaginn 15. desember 2023 kl. 15.00 í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 15. 

Að þessu sinni útskrifast sex nemendur frá Ljósmyndaskólanum. Útskriftarverkin eru að vanda fjölbreytt þar sem viðfangsefni og aðferðir nemenda spanna vítt svið og útskriftarnemendurnir takast á við margvísleg viðfangsefni út frá ólíkum forsendum, mismunandi nálgun, listrænni sýn og fagurfræði. Verkin á sýningunni endurspegla því gróskuna í samtímaljósmyndun og þá möguleika sem felast í ljósmyndamiðlinum.

Sýningarstjóri: Katrín Elvarsdóttir.
Kynningarmynd: Ásta Guðrún Óskarsdóttir / Nafnlaus, kona

Sýningin stendur frá 15. desember 2023 til 14.janúar 2024.

Aðgangur er ókeypis.

Á sýningartímanum verða nemendur með leiðsagnir um sýninguna. Þær eru auglýstar á miðlum Ljósmyndasafns og Ljósmyndaskólans.

Verið velkomin!
Ljósmyndasafn Reykjavíkur Tryggvagötu 15 (6. hæð),101 Reykjavík Mán–fim 10:00 –18:00Fös 11:00 –18:00

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur