Dagana 21. til 23. febrúar standa Samtök sjálfstæðra listaskóla fyrir kynningardögum en samtökin eru regnhlífarsamtök sjálfstætt starfandi listnámsskóla.
Að þessu sinni taka 3 skólar þátt í kynningardögunum en það eru Myndlistarskólinn í Reykjavík, Kvikmyndaskóli Íslands og Ljósmyndaskólinn.
Nánar má sjá um samtökin og viðburði hjá einstökum skólum á vef samtakanna.
Í Ljósmyndaskólanum verður Opið hús dagana 22. og 23. febrúar.
Upplagt er að nota þetta tækifæri til að fræðast um diplómanám í skapandi ljósmyndun.
Ljósmyndaskólinn er til húsa að Hólmaslóð 6, 101 Reykjavík.
Verið öll velkomin.
22. febrúar kl. 15.00 – 17.00 Hægt verður að fylgjast með verklegri kennslustund í myrkraherbergi, skoða verkefni nemenda skólans á ýmsum stigum og fá allar upplýsingar um námið sem boðið er upp á í skólanum
23. febrúar kl. 15.00 – 17.00 Hægt verður að fylgjast með nemendum að störfum á verkstæðum, skoða verkefni nemenda skólans á ýmsum stigum og fá allar upplýsingar um námið sem boðið er upp á í skólanum.
Verið öll velkomin.
Einnig er auðvitað alltaf hægt að skrifa okkur póst með fyrirspurnum eða að hringja í okkur, sími 5620623.
/sr.