Íris Hadda – bókverkið – Rauð klamidíuviðvörun í miðbænum um helgina

Nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 taka vinnustofuna Ljósmyndabókin.   Arnar Freyr Guðmundsson   leiddi vinnuna.

Megin markmið áfangans er að nemendur vinni eigin hugmynd í drög að bókverki. Kynnist vinnuaðferðum sem hægt er að beita við gerð bókverka og þjálfist í því að afmarka efni, að slípa þráð og skerpa á framsetningu í myndrænni frásögn. Markmiðið er einnig að nemendur kynnist ólíkum leiðum við framsetningu efnis í bókverki og auki við þekkingu á mikilvægi bókverka í samtímalistum.

Skilaverkefni nemenda í þessum áfanga eru fjölbreytt og framsetningin einnig  enda möguleikar í bókverkagerð nánast óþrjótandi.

Iris Hadda Jóhannsdóttir gerði bókverkið Rauð klamidíuviðvörun í miðbænum um helgina og birti útgáfu af verkefninu í harmonikkubók.

 Verkið er langtíma rannsókn sem Iris Hadda hefur unnið að síðan 2018. Þar rannsakar hún afl mynda til að segja sögur. Hún velti fyrir sér fótspori okkar á samfélagsmiðlum og hvernig myndir byggja ímynd, karakter, af notenda á netinu.

Verkið er samansafn ljósmynda sem eiga samtal innbyrðis og það er  áhorfanda að túlka og byggja upp merkingu þeirra.

Hér má sjá nokkrar myndir úr verkinu.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur