Listamaður vikunnar – Kristín Gjöverå – Þráhyggja

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar reglulega og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum. 

Verkefnaval  í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Það er Kristín Gjöverå  nemandi á Námbraut í skapandi ljósmyndun 2 sem er listamaður vikunnar og hún sýnir verkið Þráhyggja sem var skilaverkefni hennar í vinnustofunni Landslag/landslagsseríur fyrr á haustönninni.

Það var Pétur Thomsen sem leiddi nemendur í vinnunni í þessum áfanga og markmiðið var fyrst og fremst að opna nemendum sýn á möguleika þess  að nota landslag sem viðfangsefni í samtímaljósmyndun.  

Kristín segir þetta um verkið Þráhyggja:

Í verkinu veltir listamaðurinn fyrir sér þráhyggju, fegurð og hinu manngerða í náttúrunni. Með verkinu fylgir dagbókafærsla.       

„Hvað er þetta og hvaða tilgangi þjónar þessi bygging? Í hvert sinn sem ég á leið um Hvalfjörðinn bíð ég spennt eftir að keyra framhjá og velti þessum spurningum fyrir mér í hvert sinn. Að vissu leiti langar mig ekki að vita það því í sannleikanum deyja oft draumarnir. Vegna þess að ég veit ekki get ég ímyndað mér hvað sem er. Ég fer aftur og aftur að ljósmynda þessa byggingu frá sama sjónarhorni, en alltaf alltaf frá sama sjónarhorni, afhverju? Það er eitthvað við hvassleikann í brútalísku byggingu í mjúkri náttúrunni sem heillar mig, Svo falleg, hvor á sinn máta og svo ólík fegurð. Afhverju finnst mér þessi bygging og þetta sjónarhorn svona falllegt? Ég hef alltaf verið mjög þráhyggjukennd manneskja og spyr mig aftur og aftur, hvaða tilgangi þjónar þessi bygging?“

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur