Listamaður vikunnar – Lilja Birna Arnósrsdóttir – Kirkju – Sandur

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og getur birt þar verk sín. Nemendur eru hvattir til þess að sækja um að vera Listamaður vikunnar reglulega á hverju námsári og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum. 

Verkefnaval  í Listamaður vikunnar er fjölbreytt og nemendur sýna jafnt skilaverkefni úr áföngum námsins eða ýmis önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Lilja Birna Arnórsdóttir, nemandi á Námbraut í skapandi ljósmyndun 2 er listamaður vikunnar.

Hún sýnir verk sem hún nefnir Kirkju – Sandur, ein stök mynd en hluti af langtímaverkefni í vinnslu.

Kirkju – Sandur

Í þessu verki er fylgst með því þegar bygging sem áður setti mark sitt á borgarsamfélagið er rifin niður vegna myglu, – ekki lengur íveruhæf. 

Hvernig hún hefur sinnt sínu hlutverki.

Fjarlægð eins og hvert annað ónothæft drasl. 

Steypa sem áður veitti skjól er nú brotin niður og loft leikur um. 

Steypuklumpar vagga eins og jólakúlur. 

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur