Skapandi ferli – Bíta, klóra, sleikja

Á haustmisseri Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 er vinnustofan Skapandi ferli. Vinnustofur eru yfirheiti áfanga þar sem nemendur vinna í afmarkaðan tíma með gestakennurum sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn. Tekin eru fyrir verkefni sem tengjast listsköpun, s.s. hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni. Markmiðið er að opna nemendum sýn á það hvernig nota má ljósmyndun á mismunandi hátt í listrænum tilgangi, að veita þjálfun í skapandi starfi með miðilinn, ýta undir sköpunarkraft og að leitast við að opna nemendum leiðir í persónulegri tjáningu.

Það var það Eirún Sigurðardóttir sem leiddi nemendur í vinnunni sem fram fór í áfanganum.

Natalía Kristjánsdóttir og Kristín Gjöverå unnu saman að skilaverkefn sem þær nefna, Bíta, klóra, sleikja,

Þær segja: Kveikjan að verkefni okkar var plastpoki og það óþægilega hljóð sem myndaðist þegar hann var krumpaður saman. Út frá því fórum við í ferli þar sem við ræddum um þær skynjanir sem okkur þykja óþægilegar og úr varð þetta verk. Myndirnar eru af efniviði eða áferðum og það er undir áhorfenda komið að meta af hverju þær eru og hvað skal gera við myndefnið (bíta, klóra eða sleikja).

Með verkinu fylgir hljóðverk, þar sem heyra má alls konar óviðkunnaleg hljóð. 

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur