Skapandi ferli – Hattaþrenna

Á haustmisseri taka nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 vinnustofuna Skapandi ferli Vinnustofur eru yfirheiti áfanga þar sem nemendur vinna í afmarkaðan tíma með gestakennurum sem allir eru starfandi ljósmyndarar/listamenn. Í vinnustofum eru tekin fyrir verkefni sem tengjast listsköpun, s.s. hugmyndavinna, rannsóknir og mismunandi aðferðir og tækni. Markmiðið er að opna nemendum sýn á það hvernig nota má ljósmyndun á mismunandi hátt í listrænum tilgangi og að veita þjálfun í skapandi starfi með miðilinn, að ýta undir sköpunarkraft og að leitast við að opna nemendum leiðir í persónulegri tjáningu.

Það var það Eirún Sigurðardóttir sem leiddi nemendur í vinnunni sem fram fór í áfanganum.

Brynja Bærings Sindradóttir, Gunnar Freyr Ragnarsson og Lilja Birna Arnórsdóttir unnu hópverkefni sem þau nefndu Hattaþrenna.

Lilja Birna segir: Við byrjuðum að koma með hluti að heiman sem við unnum með sem kveikjur til að sjá hvað það væri í umhverfi okkar sem kveikti hjá okkur áhuga og þá áttuðum við okkur strax á því að náttúran kallaði mikið á okkur öll.  Því var ákveðið að fara með það þema lengra.

Við settumst niður og gerðum eins konar hugkort sem gæti leitt okkur áfram með verkefnið. Þráðurinn sem við röktum var hringrás jarðar; hvernig lifandi hlutir deyja en verða þá að næringu fyrir nýtt líf en á sama tíma vildum við hafa með tákn fyrir hluti í umhverfi okkar sem hverfa ekki eins og plast.  

Til að túlka þetta þá ákváðum við að útbúa 3 hatta sem voru í hlutverki þess sem er lifandi, plastsins og þess sem er að deyja.

Að þessu loknu tókum við myndir annars vegar portrett myndir af höttunum og síðan portrett myndir af manneskju með hatt á höfðinu en við vildum ekki sýna andlit módelsins.

Ástæðan var sú að við sem manneskjur erum oft með marga hatta, þurfum að sinna mörgum og mismunandi hlutverkum því vildum við að hattarnir stæðu sjálfstæðir þó að þeir væru á höfði einhvers.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur