Listamaður vikunnar – Ástrós Lind Halldórudóttir – Keila

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 er áfanginn Að lesa í og skapa ljós. Þar er aðal viðfangsefnið ljósið. Nemendur rannsaka hvernig ljós virkar og á hvern máta lýsing getur breytt afstöðu til myndefnis og túlkun á ljósmyndinni. Nemendur skoða mismunandi ljósgjafa, fá æfingu í að lesa í ljós, ekki síst náttúrulegt og óbeint ljós og að vinna með það á fjölbreyttan hátt. Áhersla er lögð á að nemendur hljóti æfingu í að nýta mismunandi ljósgjafa til mynduppbyggingar og til að ná fram ólíkum áhrifum í myndsköpun. Nemendur kynnast vinnu í stúdíói; farið er yfir aðferðir við lýsingu og vinnubrögð sem þar gilda. Unnið er með mismunandi tegundir lýsinga, tækjabúnað og hugmyndafræði.

Marinó Flóvent kennir áfangann á haustmisseri.

Það er Ástrós Lind Halldórudóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 sem er listamaður þessarar viku. Hún sýnir Keilu, afrakstur tilrauna við að leysa verkefni í einum hluta áfangans Að lesa í og skapa ljós.

Ástrós segir:

Í náminu fengum við nýlega það verkefni að gera tilraunir með hvernig hægt væri að stilla upp formum og bæta við skuggum á ýmsan hátt. Ég ákvað að nálgast verkefnið með því að einbeita mér að hraðanum fremur en að fókusera of mikið á formlega uppsetningu.

Úr þessum tilraunum mínum varð til myndaserían Keila.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur