Hlutverk bókasafns Ljósmyndaskólans er að veita innblástur efla sköpunarkraft og víkka sjóndeildarhring og fjölbreyttur safnkostur spilar mikilvægan þátt í náminu á báðum námsbrautum.
Á bókasafni skólans er til mikið úrval af bókum um ljósmyndun, einstaka ljósmyndara, listasögu og listir og hugmyndasögu almennt og en einnig mikið af af bókum um tækni, og hverskonar aðferðir við listsköpun.
Við fögnum því þó alltaf þegar nýjir titlar bætast við í bókasafnið og kynnum hér tvær bækur sem nýlega bættust í safnkostinn.
Það voru bækurnar dauðadjúpar sprungur eftir Hallgerði Hallgrímsdóttur og Óli K.
Hallgerður lýsir bókinni dauðadjúpar sprungur svo: Dálitið bleik og viðkvæm, óræð og stundum sorgleg. dauðadjúpar sprungur er ljósmyndabók, bréf og verk um verk.
Bókin var hönnuð af Helgu Dögg og er útgefin af Blackbook Publications.
Hún fæst í betri bókabúðum og í safnbúðum listasafna t.d. Gerðarsafns.
Bókin Óli K. efir Önnu Dröfn Ágústsdóttur, sagnfræðing er bók þar sem tekið er saman úrval mynda úr gríðarstóru myndasafni Óla K., fyrsta blaðaljósmyndara landsins og lífshlaupi hans og ævistarfi gerð nokkur skil. Óli K. lærði ljósmyndun í New York og starfaði við ljósmyndun í um hálfa öld. „Augnablik Íslandssögunnar urðu að sýnilegum minjum í myndum hans. Hann tók utan um andrúm og tilfinningar og gaf þeim form, gerði karla og konur að leikendum á sviði tímans – var staddur þar sem sagan gerðist.“ Bókin er gefin út af Angústúru. Kjartan Hreinsson sá um hönnun og umbrot og er einnig myndritstjóri bókarinnar ásamt Önnu Dröfn.