Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.
Listamaður vikunnar er Bjarni B. nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 og hann sýnir þrjár myndir úr verkefni sem hann er að vinna að og nefnir Úr lofti og af láði.
/sr