Ljósmyndahátíð Íslands

Dagana 17. – 26. janúar 2025 stendur yfir Ljósmyndahátíð Íslands en hún er haldin annaðhvert ár. Markmið hátíðarinnar er að vekja athygli á ljósmyndamiðlinum og að vekja til umhugsunar hve öflugt listform ljósmyndin er.

Á dagskrá hátíðarinnar eru ljósmyndasýningar með erlendum og íslenskum listamönnum, fyrirlestrar, ljósmyndabókakynningar og ljósmyndarýni.

Samstafsaðilar Ljósmyndahátíðar Íslands 2025 eru: Ljósmyndasafn Reykjavíkur, Listasafn Íslands, Safnahúsið, Gerðarsafn, Hafnarborg, Físl, Grafíksalurinn, Gallery Port, Listamenn Gallerí, Listhús Ófeigs, Gallery Kannski, Fischersund, Á milli, Neskirkja og Berg Contemporary. 

Stjórnendur hátíðarinnar eru Katrín Elvarsdóttir og Pétur Thomsen.

Ljósmyndahátíð Íslands er styrkt af Reykjavíkurborg. 

Við hvetjum fólk til að kynna sér dagskrá hátíðarinnar og kynna sér allt það fjölbreytta sem er í boði þessa rúmu viku.

Þess má geta að margar sýningarnar sem opna í tengslum við hátíðina standa mun lengur en bara þessa daga og hægt að fara og njóta. Hvetjum ykkur til að kynna ykkur viðburði á heimasíðum safna og gallería sem taka þátt í hátíðinni.

Mynd með færslu er úr verki Agnieszku Sosnowsku og er hluti af samsýningu í Listasafni Íslands sem nefnist Nánd hversdagsins Þar sýna auk Agnieszku, Joakim Eskildsen, Niall McDiarmid, Orri Jónsson og Sally Mann. Verkin á sýningunni voru valin úr ákveðnum myndaröðum úr höfundarverki þessara listamanna og þar birtist djúp ástríða fyrir því að ljósmynda fólk á þeim stöðum sem standa því næst. Sýningin hverfist um þá hugmynd að ákveðin augnablik sé aðeins unnt að fanga með því að ljósmyndarinn byggi upp nánd, eftirtekt og íhygli gagnvart viðfangsefnum sínum yfir langan tíma eins og segir í kynningartexta um sýninguna á vef Listasafns Íslands.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur