Listamaður vikunnar – Kristín Gjöverå

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Kristín Gjöverå,  nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 hún sýnir verkefni sem hún vann í vinnstofunni Athafnasvæði fyrr á þessu námsári.

Það var Sadie Cook sem leiddi vinnuna í áfanganum.

Markmið áfangans er nemendur læri að treysta ferli í óvissu. Kynnist nýjum möguleikum í persónulegri nálgun á listsköpun, viðhorfi og aðferðum í tjáningu með myndmiðlinum og  hljóti þjálfun í að vinna saman í hóp með það að markmiði. Ekki síst er þó markmið áfangans að opna hverjum nemanda skýrari sýn á sjálfan sig og persónulega sköpun og að auka með því nánd og innsæi sem nýtist sem verkfæri í myndsköpun.

Kristín segir þetta:

Mig langaði að skoða barnæsku mína og mína líðan gagnvart henni í þessu verki. Það er sett upp eins og fjölskyldualbúm en myndirnar eiga misvel heima í slíku albúmi. Sumar myndirnar eru breyttar og bjagaðar og bjögunin eykst eftir því sem líður á albúmið.  

Verkið er án titils. 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar síður úr albúminu.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur