Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.
Listamaður vikunnar er Rannveig Björk Gylfadóttir, nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Hún sýnir verkefni sem hún gerði í upphafi árs 2025. Það er ekki sem slíkt hluti af vinnu í tilteknum áfögnum náms heldur afrakstur eigin vinnu og tilraunamennsku.
Rannveig Björk Gylfadóttir – Eining (Oneness)
“In the stillness of your presence, you can feel your own formless and timeless reality as the unmanifested life that animates your physical form. You can then feel the same life deep within every other human and every other creature. You look beyond the veil of form and separation. This is the realization of oneness. This is love.” -Ekchart Tolle
Lífið er flæði og eilífðarhringrás einingar, hverfulleika og óendanleika (oneness, impermanence, infinity). Við sjáum merki um það alls staðar í kringum okkur; í náttúrunni; hvernig jörðin snýst um sólu, í sjávarföllum, árstíðum, æviskeiðum, lífi og dauða. Við gleymum of oft þessari einingu og sýnum henni, og þá um leið okkur sjálfum, vanvirðingu í stað samkenndar og skilnings. Við erum eining sem hverfist út í það óendanlega….
Ljósmyndaverkið var gert á köldu nýárskvöldi við sjávarsíðuna í Reykjavík. Höfundur fór inn í flæðið, í einingu með náttúrunni, gerði hverja mynd á hægum hraða og með ákveðnum hreyfingum; lék sér að ljósi og skuggum, mismunandi formum, línum og lögum. Lightroom var svo notað í eftirvinnslu.
Slóðir á heimasíðu og Instagram Rannveigar
/sr.