Nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 1 taka á vormisseri áfangann Að lesa í og skapa ljós, 2. hluti en þar er unnið með ljósið, bæði náttúrulegt ljós og stúdíóljós.
Markmið áfangans er að nemendur hljóti þjálfun í að skapa margbreytilega lýsingu við myndatökur sem hentar ólíkum viðfangsefnum. Farið er yfir mismunandi aðferðir við lýsingu og markmiðið að nemendur læri að nota ljós við ólíkar aðstæður, að lýsa mismunandi viðfangsefni og læri að blanda saman ólíkum ljósgjöfum. Einnig að þeir nái góðum tökum á notkun flassa sem aðal og auka ljósgjafa, utandyra sem innan og ýmislegt fleira sem þessu tengist.
Áfanginn er kenndur í fjórum hlutum og í þriðja hluta (C) fást nemendur við kyrralíf t.d uppstillingar – hlutir á borði, myndatökur í rými og vörumyndir. Beita mátti hvort sem er náttúrulegu ljósi eða stúdíólýsingu eða blöndu af báðum við það að búa til myndina. Hver nemandi skilaði mynd eða myndum úr öllum þessum flokkum.
Hér má sjá nokkrar myndir sem dæmi um skilaverkefni nemenda í þessum hluta áfangans; vörumyndir og uppstillingar. Skilaverkefni þeirra eru ólík og þau hafa nálgast viðfangsefnið á mismunandi máta.
Kennari í C hluta hluta áfangans er Marinó Flóvent





Árni Árnason


