Listamaður vikunnar – Auður Lilja Arnþórsdóttir – Vitinn.

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Auður Lilja Arnþórsdóttir,  nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Hún sýnir verkefni sem ekki er hluti af vinnu í tilteknum áfögnum náms heldur afrakstur eigin vinnu.

Vitinn – Auður Lilja

Það er miðvikudagssíðdegi í febrúar við Knarraróssvita. Hæglætisveður umturnast skyndilega þegar grimmúðlegur snjókomubakki kemur æðandi. Vitinn kveikir þá sitt öfluga leiðarljós og býður skjól.

Myndir urðu til ásamt einni hæku. 

Stendur stoltur einn

Að steðjar válegt veður

Traustur lýsir leið

—————–

Alone stands solid

Storm clouds gather, fierce and dark

Loyal, lights the way

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur