Listamaður vikunnar – Telma Geirs. – Farþegasætið

Listamaður vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Telma Geirs., nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Hún sýnir verkefni sem ekki er hluti af vinnu í tilteknum áfögnum náms heldur afrakstur eigin vinnu.

Farþegasætið – Telma Geirs

Það eru forréttindi að fá alltaf að njóta útsýnisins. Ég get kannski ekki tekið þátt í að koma okkur á milli staða en ég tek myndir. Set á tónlist. Lýsi því sem ég sé.

Hestar!

Níu ár í Hollandi gerðu mig fjallasjúka. Stundum óska ég þess að ég gæti ferðast um Ísland í lest en þá er ekki hægt að taka myndir. Ég tek þær flestar á ferð. Út um gluggann.
Úr farþegasætinu.

Hámarkshraði 90 er fínn fyrir farþegasætisljósmyndara.

Spilunarlisti Telmu af Spotify:

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur