Hluti af námi nemenda á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1 við Ljósmyndaskólann er áfanginn Að lesa í og skapa ljós. Þar er unnið með eitt meginverkfæri ljósmyndarans ljósið. Nemendur læra þar að lesa í ljós og að beita því við myndatökur, að nota mismunandi ljósgjafa og blanda saman ólíkum ljósgjöfum.
Áfanginn er í fjórum hlutum og er kenndur af tveimur kennurum auk gestafyrirlesara.
Það er í síðasta hluta áfangans sem nemendur vinna undir handleiðslu ljósmyndara að þessu samstarfsverkefni með fataverkefni Rauða krossins.
Að þessu sinni var Yael BC. leiðbeinandi nemenda í þessum hluta áfangans.
Verkefnið er hópaverkefni og felst í því að nota fatnað frá verslunum Rauða krossins í myndatökum, búa til áhugaverðar myndir sem vekja athygli á verkefninu og inntaki þess. Myndirnar eru í framhaldi notaðar á vegum Rauða krossins til að vekja athygli á verkefninu.
Með fataverkefni Rauða krossins er verið að gefa fötum nýtt líf, endurnýta, sporna við sóun og með því að stemma stigu við hnattrænni hlýnun.
Öll innkoma af sölu á notuðum fatnaði í verslunum Rauða krossins fer til góðgerðarmála eða hjálparstarfs á vegum Rauða krossins.
Auður Lilja Arnþórsdóttir, Ólafur Sveinn Guðmundsson, Árni Árnason og Rannveig Björk Gylfadóttir unnu verkefni sem þau kalla Frelsið er yndislegt…
Þau láta eftirfarandi texta fylgja:
Myndaserían sýnir par á miðjum aldri að njóta sín saman við útiveru á Íslandi, í fallegum og þægilegum fötum úrvönduðum efnum og í hlýlegum litum, í stíl við náttúruna.
Markmið með seríunni fyrir Rauða krossinn er að sýna að fötin sem seld eru í búðunum höfði ekki bara til yngrimarkhóps heldur líka til miðaldra/eldra fólks.








/sr.