Listamaður vikunnar – Lilja Birna Arnórsdóttir – Kirkju – Sandur

Listamaður/listakona vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Lilja Birna Arnórsdóttir nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Hún sýnir myndir úr verkefni sem hún vann í vinnustofunni Ljósmyndabókin en þar unnu nemendur undir handleiðslu Arnars Freys Guðmundssonar. Lauk áfanganum með því að nemendur skiluðu drögum að bókverki.

Lilja Birna segir þetta um myndirnar sem hún sýnir sem Listamaður vikunnar að þessu sinni:

Myndirnar eru hluti af bókverki sem ég gerði í vinnustofunni Ljósmyndabókin  Þær eru af niðurrifi Íslandsbanka hússins við Kirkjusand. Ég vildi gefa myndum ljóðrænan blæ, að kalla fram ákveðinn ævintýra sjarma til að heiðra þessa gömlu byggingu sem hafði sett svip sinn á borgarmynd Reykjavíkur um langa hríð.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur