Markmið áfangans er að fjalla um myndlist 20. og 21. aldar og endurskoðun listamanna á hugmyndafræði og nálgun myndlistar. Fjallað verður um tilkomu framúrstefnulistar og mikilvægi hennar í þróun samtímalistar. Enn fremur um þróun samtímalistar í ýmsum löndum með áherslu á tengingu við íslenska myndlist. Áhersla verður á að draga fram mikilvægi nýrra miðla í samtímalist t.d. ljósmynda, kvikmynda, hljóðlistar, tölva, o.s.frv. Farið verður í heimsókn á listsýningu ef því verður við komið. Nemendur vinna skriflegt rannsóknarverkefni (1.500 orð) um valið myndlistarverk og hver nemandi vinnur einnig ljósmynd út frá viðfangsefnum námskeiðisins og skilar um verkið 300 orða greinargerð.
Í lok áfangans eiga nemendur að hafa almenna yfirsýn yfir þróun myndlistar á 20. öld og stöðu hennar á 21. öld. Eiga að skilja og geta fjallað um framúrstefnulist 20. aldar og greint frá helstu áhrifum hennar á samtímalist. Þeir þurfa að geta fjallað um þátt nýrra miðla í þróun myndlistar 20. aldar og að skilja mikilvægi þeirrar þróunar. Ætlast er til að nemendur geti unnið sjálfstæð verk út frá hugmyndum samtímamyndlistar og fjallað um þau í því samhengi.
Fyrirlestrar, vettvangsferð: 15 stundir.
Eigin vinna og gagnaöflun: 33 stundir.
Námsmat: Ritgerð, greinargerð og ljósmyndaverkefni.
Ráðlagt lesefni:
- Freeland, Cynthia: But is it Art?: An Introduction to Art Theory. OUP Oxford.