Listamaður vikunnar – Árni Árnason – Blámi

Listamaður/listakona vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar er Árni Árnason nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Hann er mikill áhugamaður um náttúruljósmyndun, ekki síst fuglaljósmyndun og deilir hér með okkur nokkrum myndum sem hann tók í sumar.

Árni lætur eftirfarandi texta fylgja.

Blámi

Í byrjun júni síðastliðinn dvaldi ég um vikutíma í Suðursveit og fór þaðan vítt og breitt um sveitir frá Öræfasveit og austur að Djúpavogi. Aðalverkefni mitt var eins og oft áður á þessum slóðum að mynda fugla. Að þessu sinni ákvað ég að eltast ekki eingöngu við fuglana heldur taka líka landslagsmyndir enda er náttúra og landslag hvort tveggja tilkomumikið og stórbrotið á þessum slóðum. Ég heillaðist mjög af bláum litatónum í fjöllum og skýjum og reyndi eftir bestu getu að fanga þessa tóna með þeim myndavélum sem ég notaði. Flestar myndanna eru teknar á Nikon Zf með 24-120mm linsu en tvær eru teknar á Nikon D850 með 24-70mm linsu.

Orðið blámi nær ef til vill best utan um þær myndir mínar sem hanga hér á veggnum. Í íslensku máli kemur orðið fyrir í fjölmörgum samsettum orðum sem taka til tímabila dagsins, landslags, náttúru, himins og sjávar. Og það var engin tilviljun að blái liturinn skyldi á sínum tíma valinn sem grunnliturinn í íslenska fánanum.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur