Markmið áfangans er að þjálfa nemendur í að ræða innihald texta, að rökræða og að skiptast á skoðunum um þá en ekki síst að hvetja þá til að tengja innihald þeirra öðrum þáttum námsins.Nemendur þurfa að kynna sér fyrirfram valda, texta sem allir fjalla um eða snerta ljósmyndamiðilinn á einhvern máta; ritgerðir um kenningar, hugmyndasögu, heimspeki eða ævisögur listamanna. Í kennslustundum eru þessir textar lagði til grundvallar umfjöllun og umræðum.
Í lok áfangans er gert ráð fyrir því að nemendur hafi öðlast þjálfun í að lesa, fjalla um og rökræða ólíka texta sem allir hafa snertiflöt við ljósmyndun.
Málstofa, greinargerð, verkefni: 10 stundir.
Eigin verkefnavinna: 38 stundir.
Námsmat: Verkefni.
Skyldulesefni:
- Adams, Robert: Why People Photograph. Aperture.
- Mann, Sally: Hold Still: A Memoir with Photographs. Little Brownand Company.