Listamaður vikunnar – Ástrós Lind – Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar.

Listamaður/listakona vikunnar hefur pláss í skólahúsnæðinu til umráða í eina viku og nemendur hvattir til þess að sækja um og að nota tækifærið til að gera ýmiskonar tilraunir með útfærslu og framsetningu á verkunum sínum.
Verkefnavalið er fjölbreytt og nemendur sýna skilaverkefni úr áföngum námsins eða önnur verkefni sem þau eru að vinna að.

Listamaður vikunnar að þessu sinni er Ástrós Lind sem er nemandi á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2.

Ástrós sýnir hér myndaröð sem sem hún tók í sumar og kýs að nefna Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar.

Myndaröðin er innblásin af fyrri vinnu í náminu; áfanganum Aðferðir við listsköpun sem var hluti af námi hennar síðasta námsár á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.

Það var Spessi sem leiðbeindi nemendum í áfanganum. Aðalviðfangsefni nemenda var þar að fást við hugmyndina, að fá hugmynd, greina eigin hugmyndir og að þróa hugmynd áfram í eigin verkefni.

Ástrós segir: Það var í þessum áfanga hjá Spessa í fyrra, Aðferðir við listsköpun, sem ég byrjaði að sjá hvernig venjulegir hlutir geta orðið merkilegir þegar þeir eru myndaðir sem hugmynd. Ég lærði að uppgötva fegurðina í því.

Í sumar ferðaðist ég til Portúgal og heilaðist af hurðunum þar. Hver þeirra virðist geyma sína eigin sögu og hafa persónuleika.

Hægt er að fylgja Ástrósu hér og hér.

/sr.

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur