Markmið áfangans er að kynna nemendum helstu meginstrauma í listrænni samtímaljósmyndun. Einkum er horft til þriggja síðustu áratuga og alþjóðlegra hræringa en einnig eru tekin dæmi af íslenskri listsköpun með ljósmyndamiðlinum. Nemendur kynnast helstu birtingarmyndum samtímaljósmyndunar og þeim leiðum sem listamönnum eru færar til að kynna og birta verk sín.
Í lok áfangans eiga nemendur að þekkja helstu áherslur, aðferðir og nálgun í samtímaljósmyndun og tengingar við aðra listmiðla á heimsvísu. Þeir þurfa að geta nefnt dæmi úr listheimi samtímans á Íslandi. Nemendur skrifa ritgerð um tvo listamenn að eigin vali. Auk skyldulesefnis vísar kennari á ítarefni í upphafi áfangans.
Fyrirlestrar: 20 stundir.
Eigin vinna: 28 stundir.
Námsmat: Ritgerð.
Skyldulesefni:
- Cotton, Charlotte: The Photograph as Contemporary Art.Thames&Hudson.