Markmið áfangans er að nemendur þjálfist í hagnýtum þáttum er lúta að sýningarhaldi og sýningarundirbúningi, fái æfingu í að tjá sig um eigin verk og áherslur, bæði munnlega og skriflega. Einnig þurfa nemendur að geta fjallað um verk samnemenda sinna með sannfærandi hætti. Nemendur vinna undir handleiðslu að undirbúningi samsýningar útskriftarnemenda í lok annar, útbúa sameignlegt kynningarefni, bæði texta og myndir til nota í mismunandi miðlum.
Kappkostað er að gefa nemendum aukna innsýn í það aða starfa í listheiminum með heimsóknum og fyrirlestrum frá starfandi listamönnum.
Í lok áfanganshafa nemendur farið í gegnum ýmsa hagnýta þætti í undirbúningi samsýningar nemenda. Unnið kynninarefni um samsýninguna jafnt og eign verk og gert áætlun um kynningu á viðburðinum.
Fyrirlestrar, umræðutímar, sýnikennsla, vinna undir handleiðslu, hóptímar, einkatímar: 60 stundir.
Eigin vinna: 108 stundir.
Námsmat: Verkefni, dagbók, þátttaka í tímum.