Markmið áfangans er að nemandi fjalli um verkefni sín og vinnuferli og tengi við hugmyndafræði, stefnur og/eða tilteknar aðferðir og setji fram í ritgerð. Ritgerðinni skal skila yfirlesinni, útprentaðri og frágenginni, með forsíðu, á skrifstofu skólans fyrir uppgefinn lokafrest.
Gerð er krafa um vönduð vinnubrögð, heimildatilvísanir og rétta heimildanotkun. Ritgerðin skal vera um 5.000 orð.
Einkatímar og vinna undir handleiðslu: 20 stundir.
Eigin vinna: 124 stundir.
Námsmat: Einkunn og umsögn.