Þann 12. desember kl. 16.00 opnaði sýning í Ljósmyndasafni Reykjavíkur á útskriftarverkum þeirra nemenda sem nú ljúka námi í skapandi ljósmyndun frá Ljósmyndaskólanum.
Útskriftarnemendur eru:
Verk þeirra eru ólík hvað varðar efnistök, hugmyndir og tækni, endurspegla fjölbreytta möguleika ljósmyndamiðilsins og samtímaljósmyndunar.
Sýningin er í Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Reykjavik Museum of Photography en um árabil hefur Ljósmyndaskólinn verið í samstarfi við Ljósmyndasafnið um að hýsa sýningu á útskriftarverkefnum nemenda.
Sýningin stendur til 11. janúar 2026 og er opin á opnunartíma safnsins.
Á sýningartímabilinu bjóða nemendur upp á leiðsagnir um sýninguna og er tímasetningar þeirra auglýstar sérstaklega á miðlum safnsins og skólans.
Leiðsagnir verða sem hér segir:
3. jan kl. 16.00
4. jan kl. 14.00 og 16.00.
Gert er ráð fyrir að leiðsagnir taki um 40 mín.
Aðgangur er ókeypis.
Verið öll velkomin.
Mynd með færslu er úr verki Elvu Þrastardóttur.