MFA, École National Supérieur de la Photographie ENSP, Arles.
Kennir: Að lifa af í listheiminum og Vinnustofur.
Pétur Thomsen er með MFA gráðu í ljósmyndun frá Arles í Frakklandi. Hlaut hann alþjóðleg unglistarverðlaun, LVMH-Louis Vuitton Moët Hennessy árið 2004. Ári síðar var hann valinn einn af “50 áhugaverðustu ljósmyndurum framtíðarinnar” og átti verk á samnefndri sýningu sem sett var upp í Sviss en fór svo víðar um heiminn.
Myndaserían “Aðflutt landslag” vakti mikla athygli enda umfjöllunarefnið eldfimt málefni en Pétur vann seríuna á meðan á hinum umdeildu framkvæmdum stóð við Kárahnúka.
Á undanförnum árum hefur Pétur haldið áfram að fjalla um það hvernig maðurinn veldur breytingum á umhverfi sínu með ýmsum framkvæmdum; gróðursetningum, skurðagreftri og byggingum. Sjónarhorn Péturs sýnir samhengi byggingarlistar, skipulags og náttúru. Landið sem tekur breytingum fyrir tilstuðlan mannsins sem sífellt mótar og breytir náttúru í manngert umhverfi. Ljósmyndir hans eru í senn ádeila á þá meðferð á landinu og skrásetning slíkra framkvæmda.
Pétur er félgi í FÍSL, Félagi íslenskra samtímaljósmyndara