Þórkatla Sif Albertsdóttir

Þórkatla Sif Albertsdóttir útskrifaðist af Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 í janúar 2021. Útskriftarverk hennar nefndist Milli þilja. Þar vann Þórkatla með fundið efni.

Milli þilja

Ferðataska, full af boðskap sem enginn veit hvað gera skal við. Kynslóð fram af kynslóð ferðast hún milli heimila og sögur forfeðra okkar týnast hver af annarri. Það er dýrmætt að erfa ljósmyndir þar sem augnablik hafa verið fönguð á mynd. Þögnin og dulúðin sem þeim fylgir ýta undir sköpunarferlið hjá Þórkötlu og myndirnar fá nýtt líf. Ferlið er úrvinnsla tilfinninga sem legið hafa milli þilja síðastliðin tvö ár. Hér er leikið með áhrif lita til að fanga mannlega upplifun og þær kenndir sem bærast í brjósti okkar.  

Instagram: @katla.sif

Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna
Umhverfisstefna
Stefnur og viðbragðsáætlanir
Ársreikningar og skýrslur
Ársreikningar og skýrslur