Milli þilja
Ferðataska, full af boðskap sem enginn veit hvað gera skal við. Kynslóð fram af kynslóð ferðast hún milli heimila og sögur forfeðra okkar týnast hver af annarri. Það er dýrmætt að erfa ljósmyndir þar sem augnablik hafa verið fönguð á mynd. Þögnin og dulúðin sem þeim fylgir ýta undir sköpunarferlið hjá Þórkötlu og myndirnar fá nýtt líf. Ferlið er úrvinnsla tilfinninga sem legið hafa milli þilja síðastliðin tvö ár. Hér er leikið með áhrif lita til að fanga mannlega upplifun og þær kenndir sem bærast í brjósti okkar.
Instagram: @katla.sif