Í janúar hafa nemendur Námsbrautar í skapandi ljósmyndun 2 unnið undir handleiðslu Unnars Arnar Auðarsonar í vinnustofuáfanganum Að vinna með safn.
Þar var markmiðið að nemendur fái þjálfum í að vinna með einhvers konar safn ljósmynda sem þegar var til orðið. Sjónum var beint að því hvernig slíkur efniviður getur leitt til ófyrirséðrar niðurstöðu. Í áfanganum kynntust nemendur ýmsum listamönnum sem vinna á þennan máta og verkum þeirra.
Nemendur leituðu víða fanga og sóttu efniviðinn meðal annars í söfn ljósmynda og annars efnis úr fórum ættmenna.
Hér má sjá nokkrar myndir frá yfirferð við lok áfangans en alltaf er nokkuð um það að nemendur haldi áfram að nota þessa vinnuaðferð og að þróa þessi verkefni sín enn frekar. Myndir eru af verkum Irisar Höddu og Ingunnar Rósar.