Nú í vikunni lauk áfanganum Aðferðir við listsköpun hjá nemendum á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1. Í síðastu kennslustund áfangans var yfirferð á skilaverkefnum nemenda og þá var kaffi og bakkesli eins og hefðin segir til um og í lokin er auðvitað tekin hópmynd.
það var Spessi sem leiddi nemendur í vinnunni í áfanganum. Viðfangsefnið áfangans var að þjálfa nemendur í að tileinka sér vinnubrögð í rannsóknarvinnu.
Nemendur fengu úthlutað rannsóknarverkefnum sem fólu í sér að vinna með ýmis hverfi
stór-höfuðborgarsvæðisins; Vogahverfið, Smiðjuhverfið í Kópavogi og Kársnesið svo dæmi séu tekin.
Í lok áfangans kynnti hver nemandi ljósmyndaverkefnið sem unnið var á þeim tíma sem áfanginn stóð fyrir kennara og samnemendum og færði rök fyrir úrlausnarleiðum sínum.