Nú í vikunni var yfirferð á verkefnum nemenda í áfanganum Aðferðir við listsköpun sem er einn áfanga haustmisseris á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 1.
Viðfangsefni áfangans var hugmyndin, að fá hugmynd, að greina hugmynd og að þróa hugmynd áfram í verkefni.
Líkt og áður var það Spessi sem vann með nemendum að verkefninu.
Í síðustu kennslustund áfangans var yfirferð á verkefnum nemenda og þá kynnti hver nemandi verkefnið sem unnið var á tímabilinu fyrir kennara og samnemendum og tók þátt í umræðum um það.
Þá var einnig kaffi og bakkesli eins og hefðin segir til um og svo var auðvitað tekin hópmynd.
