Nemendur á Námsbraut í skapandi ljósmyndun 2 hófu önnina á áfanganum Aðferðir við listsköpun. þar unnu þau undir handleiðslu Orra Jónssonar.
Áherslan í þessum hluta áfangans var á að skoða og að gera tilraunir með myndræna nálgun fremur en hugmyndafræðilega nálgun á ljósmyndir og aðra myndlist. Nemendur kusu margir að kynna afrakstur af vinnu tímabilsins í bókverki eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.
Nemendum Ljósmyndaskólans býðst enda á námstímanum að læra bókasaum og grunnhandtök í bókbandi og fjölmargir nemendur nýta sér þá þekkingu við skil á verkefnum í náminu enda möguleikarnir á útfærslu slíkra verka nær óþrjótandi.