HUGM4HP03 Aðferðir við listsköpun – listheimspeki

Markmið áfangans er að gefa yfirlit yfir nokkur sígild viðfangsefni í heimspeki lista og eins er gerð grein fyrir kenningum í heimspeki sem hafa verið áhrifamiklar á sviði lista undanfarna áratugi. Varpað er ljósi á sögulegar forsendur þeirra innan listheimspeki og fagurfræði. Rædd verða hugtök, hugmyndir, kenningar, algengar spurningar og rökfærslur á sviði listheimspeki og sjónum beint að listaverkum þar sem greina má snertiflöt á milli heimspekinga og listamanna. Áhersla er lögð á umræður um efni valinna texta sem og áfangans i heild. Hljóta nemendur þjálfun í greiningu og umræðu um listheimspekileg efni, í sögulegu og samtímalegu samhengi.

Einnig vinna nemendur áfram að hugmyndaþróun eigin verkefna og í lok annar leggur hver nemandi fram greinargerð þar sem fram kemur val og afmörkun á lokaverkefni 3. annar. Eins stutt ágrip af efni og fyrirhuguðum efnistökum lokaritgerðar.

Í lok áfanganseiga nemendur að hafa  þekkingu á nokkrum sígildum viðfangsefnum listheimspekinnar. Hafa skilning á helstu hugmyndum, hugtökum og rökfærlsum í völdum textum á sviði listheimspeki. Hafa náð færni í því að geta borið saman og rætt valdar grundvallar listheimspekikenningar og miðlað niðurstöðu sinni munnlega og skirflega.

Þeir eiga einnig að hafa valið áherslur lokaverkefnis og lagt fram ágrip af fyrirhuguðu efni lokaritgerðar.

Fyrirlestrar, málstofur: 20 stundir.

Eigin verkefnavinna: 52 stundir.

Námsmat:, Verkefni, greinargerð um væntanlegt lokaverkefni og verkáætlun fyrir lokaritgerð.

Ráðlagt lesefni:

  • Bright, SusanArt Photography Now, Thames&Hudson..
  • Cotton, CharlotteThe Photograph as Contemporary Art. Thames&Hudson.
Ljósmyndaskólinn
Opnunartími skrifstofu
Virka daga 09:00 – 16:00
Lokað er í júlí og á almennum frídögum
Gagnlegar upplýsingar
Önnur gögn
Jafnréttisstefna
Móttökuáætlun
Áætlun gegn einelti, ofbeldi og áreitni
Viðbrögð við vá
Rýmingaráætlun
Persónuverndarstefna